Nýjungar frá Gira

Vöruúrval Gira er í stöðugri þróun og nú kynnir fyrirtaekið fjölda nýjunga fyrir snjöll hússtjórnunarkerfi. Í þessu yfirliti kynnir Gira helstu nýjungarnar.

Meira

Notendaviðmótið í Gira HomeServer stjórnar snjöllu KNX/EIB-raflagnakerfi í húsum með einföldum hætti, hvort sem það er með snertiskjá í Gira Client 19, í gegnum tölvu eða iPhone. Með einum fingri getur notandinn stillt ljós, gluggatjöld eða hitastig kyndingar fyrir allt húsið.

Nýtt: Forrit með Gira viðmóti fyrir iPhone, iPod touch eða iPad, með GSM, 3G eða Wi-Fi.
Hússtjórnunarkerfi

Með Gira design configurator má tengja saman fjölbreytt úrval af römmum úr Gira rofalínunum við mismunandi búnað frá Gira, allt eftir óskum notandans. Um er að ræða tíu rofalínur, meira en fimmtíu útfærslur á römmum, fjölda grunneininga og ótal möguleika í lita- og efnavali. Auk ljósarofa og tengla stendur einnig til boða að setja upp snjallar lausnir á borð við Gira snertiskynjara 3 og utanáliggjandi Gira innistöð með mynd.

Hægt er að nota Gira design configurator á netinu og forritið fæst án endurgjalds fyrir iPhone og iPad. Fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem nota önnur stýrikerfi er fínstillt vefútgáfa í boði.
Rofalínur

Gira dyrasímakerfið gerir tæknina einfaldari í notkun. Með tveggja víra Bus-tækni og því að einn maður geti séð um að koma búnaðinum í gang er lítið mál að setja kerfið upp án þess að leggja raflagnir við endurbætur húsa og að grunnstilla kerfið án þess að allir íbúar séu á staðnum. Í Gira dyrasímakerfinu er einnig hægt að setja upp búnað með myndeiginleikum í allt að 28 íbúðareiningum.

Auk þess er Gira dyrasímakerfið samþætt við rofalínurnar. Gira innistöðvarnar fást í mörgum útfærslum og hægt er að setja saman mismunandi liti við fjölbreytt úrval ramma.
Dyrasímakerfi

Fyrirtækið

Gira var stofnað árið 1905 og starfsmenn þess í Þýskalandi eru í dag um 1.100 og umboðsaðilar fyrirtækisins eru í yfir 38 löndum. Það telst til leiðandi meðalstórra fyrirtækja í rafiðnaði.

Meira um Gira

Umboðsaðili á Íslandi

Fara í samskiptaupplýsingar

Vörulisti á netinu

Fara í vörulista

Niðurhal

Notkunarleiðbeiningar, handbækur, bæklingar og fleira: Á niðurhalssvæðinu er hægt að hlaða öllu upplýsingaefni niður á PDF-sniði.

Allt niðurhal

Fréttabréf

Ef þú vilt fá nýjustu fréttir frá Gira sendar til þín sjálfkrafa getur þú skráð þig fyrir áskrift á vefsíðu Gira. Þá færðu fréttabréfið okkar sent ársfjórðungslega.

Gerast áskrifandi núna

TOP